Kjör og valdataka Vigdísar Finnbogadóttur var heimsviðburður. Ein af fáum stórfréttum sem þá höfðu ratað í heimspressuna frá litla Íslandi. Engin sérstök tíðindi lágu þó í loftinu af náttúrunnar hálfu þennan fyrsta ágústdag árið 1980. Í húsi við Aragötu var engu að síður handagangur í öskjunni. Þar var verið að undirbúa húsmóður fyrir kastljós heimsins.
Háskóli Guðna
Guðni stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Eftir það lærði hann þýsku við Háskólann í Bonn í Þýskalandi.
Háskóli Ólafs Ragnars
Ólafur Ragnar stundaði nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Manchester, lauk BA-prófi þaðan árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970.
Háskóli Vigdísar
Vigdís stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París á árunum 1949-1953 með leikbókmenntir sem sérgrein.
Mislitu sokkarnir
Guðni hefur verið iðinn við að styrkja brýn málefni og látið samfélagshópa sem standa höllum fæti og samtök sem standa í réttindabaráttu, sig miklu varða. Oft hefur hann sýnt slíkan stuðning í verki með óhefðbundnum og skemmtilegum hætti.
Gula fílabindið
Ólafur Ragnar er jafnan glæsilega til fara, alltaf virðulegur og vel greiddur og hefur hefðbundinn og klassískan fatasmekk. Við hátíðleg tækifæri og í opinberum erindagjörðum klæðist hann gjarnan dökkum jakkafötum, hvítri skyrtu og hálsbindi.
Túrkísblái kjóllinn
Vigdís vekur jafnan athygli fyrir glæsilegan klæðnað og fallega framkomu. Við embættistökuna klæddist hún sérsaumuðum túrkísbláum kjóli, sem vakti mikla athygli.
Guðni forseti
„Náttúra Íslands er viðkvæm, við viljum bæði vernda hana og nýta á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta getur reynst vandasamt en skilum landinu til næstu kynslóða þannig að þær fái notið gæða þess og gagna eins vel og við.“
Ólafur Ragnar forseti
„Við eigum að vera bjartsýn þegar við hugum að möguleikum okkar sem þjóðar í náinni framtíð. Þróun heimsmála, vísinda og tækni er okkur á margan hátt hagfelld.“
Vigdís forseti
„Erfiðleikarnir eru til þess að takast á við þá af hugprýði, raunsæi og sigurvissu. Hefðu fyrri tíma menn ekki staðið af sér erfiðleika líðandi stundar, stæðum við ekki hér í dag, frjáls til orðs og æðis.“